mánudagur, september 11, 2006

Ekkert blogg?

Jónas Jónasson: (Með djúpri og yfirvegaðri flauelsröddu) "Nú er konan farin frá þér, þú hefur misst sjónina á öðru auga, varst lýstur gjaldþrota í gær og útlit fyrir að fjarlægja þurfi af þér bæði eistun. (dramatísk þögn fyllir útvarpstækið) . . . ertu sáttur?"

Ég held sum sé að það sé einföld ástæða fyrir óheyrilegri bloggleti minni - almenn ánægja með lífið og tilveruna. Þrátt fyrir alla meinfýsni sem úr sér vaxnir kópavogsvesturbæingar, af keflvískum ættum, reyna að hella yfir mig, þá sit ég bara eins og búddamunkur, eða fimmtugur poppari í bleikri skyrtu, og svara með hálfvitaglotti: Sáttur!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er nú aldeilis gott en þú hlýtur nú að vera pirraður á fótboltameiðslunum!

5:27 e.h.  
Blogger Refsarinn said...

Jú fátt jafn hvetjandi til bloggsins eins og góður pirringur

8:54 e.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Já við þessi sem tökum blogg hring daglega eigum erfitt með að hafa ekkert nýtt að lesa svo vikum skiptir frá okkar ástkæru frændum og frænkum.

4:29 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home