mánudagur, september 18, 2006

Systir þess skrifblinda á Vísi

Sá skrifblindi á Vísi hefur skemmt mér vel undanfarin misseri. Það hefur minna borið á honum að undanförnu en góðu fréttirnir eru hinsvegar þær að systir hans virðist byrjuð að vinna á mbl.is/
Hún er ekki skrifblind, en hana skortir illa skammtímaminni, það illilega að þegar kemur fram í miðja frétt er hún eiginlega búin að gleyma því um hvað fréttin snerist upphaflega. Einnig er áberandi að hún kynnir fólk ekkert sérstaklega til sögunnar heldur hrynji í hausinn á manni gælunöfn í miðri frétt sem lesandinn þekkir hvorki haus né sporð á.
Hér er eitt lítið sætt dæmi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home