föstudagur, desember 29, 2006

Lesendur agndofa yfir frétt um talandi páfagauk sem stundaði áður hugsanaflutning

Mbl.is birtir frétt 29. des. 2006 um talandi páfagauk og vitnar í fréttir á fréttavef BBC.
Páfagaukurinn er sá sami en frétt BBC birtist hinsvegar árið 2004. Það er merkilegt að vísindamenn séu enn að falla í stafi yfir þessu, þetta ætti að vera orðið vel kynnt á meðal þeirra vísindamanna sem sinna t.d. atferli dýra, tungumálum og þessháttar.

Þegar maður les þetta hérna vakna spurningar:
http://itre.cis.upenn.edu/~myl/languagelog/archives/000400.html

Heili páfagauks er sem sagt á stærð við hnetu og hefur í raun enga möguleika á að setja saman orginal setningar í tengslum við umhverfi sitt .
Það vekur enn frekari efasemdir þegar í ljós kemur að sami páfagaukur var í fréttum árið 2001 fyrir hugsanaflutning!
Enginn hefur reyndar getað endurtekið eða sannreynt tilraunirnar, sem er jú grunnforsenda vísindalegra tilrauna. Hér er umfjöllun um hugsanaflutninginn.
http://www.sheldrake.org/nkisi/
Gagnrýnisraddirnar gefa ekki mikið fyrir þessa tilraun.
http://www.csicop.org/list/listarchive/msg00168.html

Eftir stendur að frétt um talandi páfagauk með gríðarlegan orðaforða og mikinn húmor er í fyrsta lag gömul og í öðru lagi virðist ekki mikið á bak við hana, því miður.

Páfagaukurinn N'kisi getur því líklega ekki afrekað meira en biðja um kex, líkt og Pollý forðum.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mogginn virðist farinn að stunda þetta. Sjá t.d. þessa ómerkilegu frétt:
http://mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1244765
Það var einnig ótrúlegt að lesa bullgreinina eftir höfund Gaia-kenningarinnar í áramótablaðinu.

3:36 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home