þriðjudagur, maí 22, 2007

Að greina sig frá almúganum...

Morgunblaðið á netinu er að verða virðulegur fréttamiðill í samanburði við pappírsútgáfuna sem verður alltaf fáránlegra og fáránlegra í máttvana tilraunum sínum til að hafa áhrif í þjóðfélaginu.

En rétt um það leyti sem ég hélt að mbl.is ætlaði að skáka stórabróður rak ég augun í þessa yndislega illa þýddu mola sem kallast stjörnuspeki á vef mbl.is (Athugið að mbl.is er næst á eftir mbk.is í stafrófsröð. Athyglisvert! Hvað skyldi leynast á mbk.is?)

Tvö sýnishorn úr stjörnuspekinni:

FISKAR 19. febrúar - 20. mars
Þvert á móti því sem margir vilja halda fram þá geturðu haldið kökunni og borðað hana líka. Já, með því að borða hana ekki alla í einu. Sama á við um aðrar freistingarnar sem þú vilt ná valdi yfir.

Og þetta:
VATNSBERI 20. janúar - 18. Febrúar
Greindu þig frá almúganum með því að koma með yfirlýsingu sem sker sig úr. Skapaðu heim sem "er þú". Notalegt heima fyrir, og smart á skrifstofunni.

Skapaðu heim sem "er þú"! Vá. Veit ekki hvort er hallærislegra, hugsunin á bak við þetta eða kauðalegt orðalagið. Toppurinn er auðvitað að koma með yfirlýsingu sem sker sig úr og greinir þig jafnfram frá almúganum.

Fólk sem kemur með yfirlýsingar sem skera sig úr.

Ímyndið ykkur mann sem segir eftirfarandi setningu hátt og snjallt á aðalfundi Glitnis:
"Það er bremsufar í brókinni minni"

eða þetta sem konan segir á flokksþingi Sjálfstæðisflokksins.
"Ég skil ekki helminginn af orðunum sem þið notið, en mér finnst rosalega gaman hérna."

Nú eða kona sem stígur upp á borð í hléi í Óperunni og kemur með yfirlýsingu sem sker sig úr:
"Í hvert skipti sem ég hnerra þá pissa ég ofurlítið á mig. Mér finnst ég ekki verri manneskja fyrir vikið."

3 Comments:

Blogger BbulgroZ said...

Velkominn aftur á ritvöllinn. Áhugaverð lesning, en hvunn djöfullan varst þú að gera inn á stjörnuspekisíðunni?? Þarna ertu nú að koma út úr skápnum sem nýaldarsinninn sem þú hefur alltaf verið, en þorðir ekki að opinbera : )

3:00 e.h.  
Blogger Smútn said...

Ósköp hlæ ég.. gaman gaman

3:25 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Moronar eru og verða moronar.
Stjörnuspekin blasir við á forsíðu mbl.is.
Eins og þessi snilld í dag, með stafsetningarvillum og allt:
Tvíburar: Raðaðu hlutunum í röð. Samstarfsfélagarnir þurfa að skilja forsgangröðunina hjá þér. Veskið þitt þarf eiga efni á því sem þú þarfnast mest.

Bloggarinn sjálfur

5:54 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home