fimmtudagur, júní 16, 2005

Ég mótmæli mótmælum

Ef skyrgræningjarnir hefðu látið nægja að sulla á dauða hluti, skjávarpa, tjöld og tölvur þá væri ég ekki ósáttur við þau. Ósammála, vissulega, en ég gæti skilið þau. En ég er alltaf ósammála því að beita einhvern ofbeldi sem ógnar þér ekki. Og ég kalla það ofbeldi gegn einstaklingi að sulla á hann grænu skyri. Ekki dauðans alvöru ofbeldi svo sem, en samt ofbeldi. Allir sem ekki ógna lífi eða limum annarra eiga rétt á að þeirra frelsi sé virt og að líkami þeirra sé látinn í friði. Sú frekja að telja hugmyndafræði sína það merkilega að hún gefi þér rétt til að beita aðra einstaklinga ofbeldi er einmitt undirrót að flestum óhæfuverkum á alþjóðlegum vettvangi. Nýgrænir eru ekkert skárri að þessu leyti.
Ég er sem sagt á móti svona mótmælum og og er að velta því fyrir mér að sulla tjöru á þá sem sletta skyri. Mér þætti ólíklegt að þau mótmæli því - þar sem þau hafa gefið fordæmi.

En...og það er stórt en. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir eina útlendingnum í hópnum sýnir tvennt sem er að hérlendis. Annars vegar virðingarleysi landans gagnvart tjáningarfrelsinu og hins vegar fordóma okkar gagnvart útlendingum. Hraðari og harðari viðbrögð við aulalegum skyrslettum á alþjóðlegri ráðstefnu en við hrottaskap og meiðingum. Í hjarta sínu eru ábyggilega margir sáttir við að helv. útlendingurinn sem vogar sér að skipta sér af okkar málum er kominn í fangelsi. Réttarmorðið á Brian Grayson var dæmi um það sama á sínum tíma. Hann átti ekkert með það að taka íslenskt barn og fara með til útlanda.

Svei mér þá.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home