mánudagur, júní 13, 2005

Global warming er rangnefni

Það er búið að vera skítaveður í mánuð og þegar sólin lætur loks sjá sig í meira en 10 stiga hita - byrja menn að jarma um global warming.
Global warming er held ég rangnefni. Öll sú blessaða umræða sem nær jafnframt til fuglaflensu, nýtt AIDS, háspennumöstur í íbúðabyggð, geislun frá farsímum, hryjuverkaógnin, jöklabráðnun, flóð, og ég veit ekki hvað, gengur eiginlega bara út á það að segja við fólk á hverjum degi: Be afraid, be very afraid! Þú gætir dáið!
Það er tvennt sem veldur þessu endurteknu dómsdagsspadómum: Annars vegar eðli fjölmiðla en þeir eru einnmitt þannig vaxnir að skilaboð af þessu tagi henta afskaplega vel til uppsláttar einn daginn og eru jafnvel gleymd þann næsta. Fátt vekur fólk eins vel og þeirra eigin dómsdagur. Hin ástæðan er síðan fjármögnun vísinda, en þar fer fram mikið kapphlaup vísindamanna til að sanna niðurstöður sem verða að vera athyglisverðar og hafa áhrif á sem flesta til þess að hægt sé að tryggja næstu umferð fjármögnunar.
Þetta fyrirbæri í heild sinni ætti auðvitað að heita Global warning.

1 Comments:

Blogger Örn Úlfar said...

Allur er varinn góður!

10:36 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home