Ó en yndislegt!
Guð, hvað ég er glaður í hjarta mínu yfir þessum frábæru tækifærum sem stúlkum bjóðast sem fara í fegurðarsamkeppni. Hvernig annars hefðu þessar sveitastúlkur átt möguleika á því að kynnast höfuðborginni, hvað þá Skotfélagi Árborgar, nema með því að taka þátt í fegurðarsamkeppni? Þetta er náttúrulega mjög mikið tækifæri fyrir þær og opnar gríðarlega mikla möguleika. Og ef allt, og ég meina, ALLT,gengur upp hjá einhverri þeirra þá hampar hún titlinum Ungrú Suðurland 2006! Er hægt að hugsa sér betra veganesti út í lífið? Getur ung stúlka í raun nokkurn tímann fengið eins góð meðmæli í lífinu eins og að geta sagt seinna meir, t.d. í atvinnuviðtali þegar hún sækir um starf fjármálastjóra hjá Actavis eftir 8 ár; "já og svo var ég auðvitað Ungfrú Suðurland árið 2006. Og jafnvel þótt hún hreppi ekki titilinn getur hún samt sagt með stolti, ja ég varð nú í þriðja sæti um ungfrú Suðurland árið 2006 og var auk þess valin vinsælasta stúlkan! Stúlka með slíka reynslu stendur einfaldlega svo miklu betur að vígi en kynsystur hennar sem ekki hafa fengið þetta frábæra tækifæri til að kynnast höfuðborginnni og skotsvæðinu í Árborg, svo ekki sé talað um að koma fram á sundbolum og síðkjólum á sviðinu í Inghóli.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home