föstudagur, febrúar 10, 2006

Vöntunarskortur á ritfærnisleysi

Mér þykir sjálfsagt og eðlilegt að fötluðum sé gert kleift að vinna á almennum vinnumarkaði. En verður ekki að vera smá system i galskapet, þarf ekki að vera örlítið samhengi á milli getu einstaklingsins og vinnunnar sem honum er útveguð? Ekki látum við blindan mann keyra vörubíl eða heyrnarlausan stjórna sinfóníunni er það? Hvers vegna er þá skrifblindur maður látinn skrifa fréttir á visir.is?

Meira að segja fyrirsögnin sleppur ekki við skrifblinduna, en ástandið versnar alltaf eftir því sem á líður. Ég taldi 10 villur í þessari litlu frétt og það í svona fljótu bragði.

4 Comments:

Blogger BbulgroZ said...

Vááá ég meira að segja tek vel eftir villunum, það er slæmt!!!

4:30 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Det er smukt!

6:33 e.h.  
Blogger Refsarinn said...

Aumingja konan sem reit þennan texta, hefur líklega verið þeytt

10:41 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Gaman að því að við bræðurnir setjum út á textann og erum svo báðir með villur í okkar texta : )

9:55 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home