Fjölmiðlar falla á konuprófinu
Konum var EKKI hafnað í Garðabæ. Þrátt fyrir massívan áróður, frasafruss og stanslausa umfjöllun og þrátt fyrir að menn séu farnir að sneiða að höfnun kvenna í Garðabæ í aukasetningum og jafnvel þótt dálkahöfundar lepji þetta upp fullir vandlætingar, þá var konum ekki hafnað í Garðabæ. Það er ekki hægt að fá það út úr úrslitum prófkjörsins.
Jafnvel þótt menn vilji endilega spyrða allan kynflokkinn saman eins og þetta séu einhverjir angar á sömu lífverunni þá eru staðreyndirnar samt þær að í fimm efstu sætin fengu konur 47% á meðan karlar fengu um 53%. Ef það er höfnun þá er ég Gloria Gaynor. Ef (fjölmiðla)menn kynnu að reikna, nei ef þeir kynnu að lesa þá gætu þeir komist sjálfir að þessari niðurstöðu og hætt að éta bullið upp hver eftir öðrum.
En úrslitin koma eiginlega vel á vondan því "útreið" kvenna í prófkjörinu er einmitt bein afleiðing af áróðrinum en ekki vegna þess að hann hafi ekki borið árangur. Fasískt og feminískt þenkjandi meðlimir í pólitíska réttrúnaðarsöfnuðinum hafa einmitt hamrað á því að konur séu hópur en ekki einstaklingar og þess vegna er erfitt fyrir konu að skapa sér sérstöðu í svona prófkjöri. Kjósendur velja sinn karl, vegna þeirra einstaklingskosta sem þeir eru búnir. Og í stað þess að gera síðan eitthvað random eða sérvalið niður listann, þá passa sig allir á því að setja nú "einhverja konu" sem fyrst á eftir karlinum sem var valinn, meira að segja þeir sem þekkja ekkert til þeirra kvenna sem eru að bjóða sig fram. Afleiðingin verður sú að kona á erfiðara með að standa upp úr öðrum konum, vegna þess að konur eru jú hópur með sameiginlegan vilja, reynsluheim og þarfir, en ekki einstaklingar með sjálfstæða hugsun og karakter... Eða hvað?
Jafnvel þótt menn vilji endilega spyrða allan kynflokkinn saman eins og þetta séu einhverjir angar á sömu lífverunni þá eru staðreyndirnar samt þær að í fimm efstu sætin fengu konur 47% á meðan karlar fengu um 53%. Ef það er höfnun þá er ég Gloria Gaynor. Ef (fjölmiðla)menn kynnu að reikna, nei ef þeir kynnu að lesa þá gætu þeir komist sjálfir að þessari niðurstöðu og hætt að éta bullið upp hver eftir öðrum.
En úrslitin koma eiginlega vel á vondan því "útreið" kvenna í prófkjörinu er einmitt bein afleiðing af áróðrinum en ekki vegna þess að hann hafi ekki borið árangur. Fasískt og feminískt þenkjandi meðlimir í pólitíska réttrúnaðarsöfnuðinum hafa einmitt hamrað á því að konur séu hópur en ekki einstaklingar og þess vegna er erfitt fyrir konu að skapa sér sérstöðu í svona prófkjöri. Kjósendur velja sinn karl, vegna þeirra einstaklingskosta sem þeir eru búnir. Og í stað þess að gera síðan eitthvað random eða sérvalið niður listann, þá passa sig allir á því að setja nú "einhverja konu" sem fyrst á eftir karlinum sem var valinn, meira að segja þeir sem þekkja ekkert til þeirra kvenna sem eru að bjóða sig fram. Afleiðingin verður sú að kona á erfiðara með að standa upp úr öðrum konum, vegna þess að konur eru jú hópur með sameiginlegan vilja, reynsluheim og þarfir, en ekki einstaklingar með sjálfstæða hugsun og karakter... Eða hvað?
1 Comments:
Allir vita að konur hafa engan áhuga á pólitík, en þær eru fallegt uppfyllingarefin á svona framboðslista. Stundum gerist það að hlutirnir ruglast e-ð og þær verða borgar og bæjarstjórar en það má laga hratt.
Skrifa ummæli
<< Home