miðvikudagur, janúar 11, 2006

Nostalgía


"Nú er myndbandið við nýjasta lagið ykkar Nostralgía tekið á 16 millilítra filmu...." sagði japanskættaða sjónvarpskonan einu sinni. Nostalgía er vissulega góð en hún er reyndar ekkert í dag miðað við það hvernig hún var í mínu ungdæmi.
Arnar frændi notar liðbandaslitið til þess að skondra léttfættur niður Minningabraut (þrátt fyrir slitið liðband) og fylgjast allir heillaðir með.
Sjálfur sit ég undir óumbeðinni Bob Dylan kynningu í vinnunni og fæ að heyra heillandi upplýsingamola um t.d. kvenkenningu piltsins í laginu House of the Rising Sun.
Ég sit mitt á milli vinnufélaganna tveggja sem báðir dýrka Dylan og kemst hvergi. Mér líður svolítið eins og litla húsinu sem var nokkurn veginn á milli turnanna tveggja í New York enda eru félagarnir báðir vel yfir einn og níutíu á hæð. En aðflugið að 0220 flugbrautinni er beint yfir skrifstofuna þannig að enn er von og ég enda kannski með að vera stærstur á svæðinu eftir allt saman og þá verður sko ekki spilaður neinn Dylan. O nei.

4 Comments:

Blogger Refsarinn said...

Þú átt alla mína samúð. Hýtur að vera viðbjóður að vinna innan um þessa slána og með BD í eyrunum.

5:23 e.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Þú ert með breytt bak og tekur þessu karlmannlega, en eyru þín geta náttúrulega ekki tekið við endalausum viðbjóði, gaktu í skrokk á þessum mönnum það er það eina sem þeir skilja.

10:23 e.h.  
Blogger Smútn said...

Faðir, fyrigef þeim því þeir vita ekki hvað þeir gjöra...

11:13 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

sagði hún ekki nostraglía?

2:19 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home