miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Fjármálalæsi?

Hvers vegna þurfa ýmsir og þar á meðal uppeldisstéttir alltaf að búa til svona asnaleg orð? Orð sem hljóma eins og þau séu búin til í nefnd? Látum vera þótt menn finni ný orð um eitthvað sem ekki hefur verið til áður en þegar verið er að klæða gamla og góða hugsun í nýjan búning til að þjóna pólitískri rétthugsun þá fæ ég grænar.
Orðið "fáviti"hefur til dæmis verið á hraðferð á flótta undan pólitískri rétthugsun í marga áratugi. Því var breytt í þroskaheftur til þess að þjóna tíðarandanum, síðan í þroskahamlaður held ég og gott ef ekki misþroska á kantinum. Svei mér ef ekki komu önnur orð á milli. Eins og fáviti er í raun fallegt orð, sá sem fátt veit.
En það var samt ekki málið. Málið núna er orðskrípið "fjármálalæsi". Þetta er dæmigert skandínavískt uppeldisorð sem er samið af félagsfræðingum á vinstri kantinum sem þora ekki að nota gott og gilt íslenskt orð sem er "peningavit". Reynið að segja mér að það sé einhver önnur merking í þessu.

2 Comments:

Blogger Örn Úlfar said...

Sama má segja um orðið aumingi og hálfviti væntanlega. Falleg orð bæði tvö.

3:46 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Betra er seint en aldrei...
Fjármálalæsi er þýðing á hugtakinu "financal literacy".
Ekki kann ég skilgreininguna á peningaviti en mig grunar að hún sé ekki jafn víðtæk og fjármálalæsi, sem er getan til að lesa, greina, stjórna og fjalla um fjármálalega þætti sem hafa áhrif á efnahagslega velferð einstaklingsins. (Það felur meðal annars í sér getuna til að greina fjármálavalmöguleika, fjalla um peninga án vandkvæða (eða þrátt fyrir þau), gera framtíðaráætlanir og bregðast við breytingum sem hafa áhrif á fjármál einstaklingsins, þar með talið breytingum á efnahagslífinu í heild). Fjármálalæsi innifelur þannig viðhorf, hegðun og þekkingu á þáttum eins og almennum fjármálum, sparnaði, lántökum, sköttum, tryggingum, réttindum og skyldum.

Breki Karlsson

11:34 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home