miðvikudagur, október 26, 2005

Mega-kvenna-klúður

Hef haldið vandlega kjafti um langa hríð um allt sem snýr af kvennafrídegi. Leysi nú frá skjóðunni og lælt vaða um eitt lítið - pínulítið atriði. Af þeim 50
þúsund konum sem gengu til hátíðahalda í miðbænum komsust 95% þeirra aldrei á fundinn.
Fjölmiðlar eru svo jákvæðir og góðir við konurnar að það þorir enginn að segja það hreint út - þetta var frábær hópur en hátíðin sjálf var algert klúður. Það er ekki hægt að klúðra þessu meira en þarna var gert. Að hafa ekki svissað yfir á Lækjartorg strax um morguninn þegar veðrið blasti við í allri sinni dýrð var aumingjaskapur og að bera við að það hefði verið svo mikið vesen að flytja sviðið er svo pitiful afsökun að það nær engri átt. En það þorir auðvitað enginn PC fjölmiðill að nefna eitthvað svona því það er bara eitt orð sem gildir um þennan málaflokk í miðlunum: Hallejúja.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú ættir að skammast þín. Það er sama hvað við gerum konur til að bæta kjör okkar alltaf skuluð þið karlar reyna ð berja okkur niður.

1:33 f.h.  
Blogger Fjalar said...

Sem karlmaður ætla ég ekki að bera ábyrgð á Helförinni. Sem kona átt þú ekki að taka til þín klúður ónefndra kvenna við skipulagningu á hátíð.
Eintaklingur er eitt, hópur er annað.

11:42 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home