þriðjudagur, júlí 05, 2005

Ísland ánetjast - Stöð 2 segir tónlistarfréttir

Frétt Stöðvar 2 um fíkniefni og alþjóðlega glæpastarfsemi var furðulegt fyrirbæri. Þetta var eins og lélegur fréttaskýringaþáttur frá ABC þar sem tónlistin var aðalmálið, uppsetningin, frasarnir og "tísið" voru í aðalhlutverki, innihaldið mátti segja í örfáum setningum.
Hvert var innihaldið?
1. Alþjóðleg glæpasamtök reyna að smygla fíkniefnum hingað.
2. Lífsmunstur, íbúasamsetning og neysla hefur breyst á Íslandi undanfarið.
3. 80% gesta á skemmtistöðum eru í dópinu.
4. Heimildamenn í fíkniefnaheiminum vilja endilega tjá sig, bara ekki undir nafni.
5. Jói Ben í Keflavík og RLS gera ekki minna úr vandanum en efni standa til.

Og þetta var svo teygt upp 5 mínútur með 30 bútum af hasartónlist úr Amazing Police Videos, nokkrum standöppum umsjónarmannsins og extreme zoom myndatökum af byggingum með njóla í forgrunni og hallandi vinkli.

Æ, æ, var virkilega ekki hægt að kafa dýpra? Og hvað er að marka heimildamann sem segir 80% skemmtistaðagesta vera í dópinu?
Það versta er að flestir sem horfa á þetta halda að þetta hafi verið fréttaskýring og jafnvel ítarleg fréttaskýring, en ekki yfirborðskenndur hasar án innihalds.

Titillinn segir auðvitað allt: "Ísland ánetjast!"
US at War! Komm on...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home