laugardagur, júní 18, 2005

Rigning

Ef einhver segir í mín eyru að rigningin sé velkomin vegna þess að: "þetta sé svo gott fyrir gróðurinn" þá óttast ég að það gerist eitthvað hræðilegt.
Ég man ekki til þess að gróðurinn hafi eitthvað verið að kvarta. Ég man ekki til þess nokkurn tímann að gróðurinn hafi snúið upp tánum og drepist vegna skorts á rigningu.
Það á bara að rigna á nóttunni, ekki á daginn þegar ég er kominn í stuttbuxum upp í stiga með pensilinn í hendinni og málningu í fötu mér við hlið.
En ég brosi samt því mér líður bara ágætlega og ég veit ég verð kominn aftur af stað eftir smástund að mála. Bara ef enginn segir mér að þetta sé svo gott fyrir gróðurinn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home