föstudagur, júní 17, 2005

17. júní

Frábær þjóðhátíðardagur er að kveldi kominn. Gamla fólkið er farið heim og unglingarnar taka völdin í miðbænum. Warriors! Come out to play!


Annars er ég orðinn svo heimakær hér við sjóinn að mér líður eiginlega alltaf best í garðinum mínum nýja fína! Best að setja inn eina mynd. . .
Keilir1
svo menn skilji hvað ég er að tala um. En ég verð bara að segja það hreint út. Lífsgæði mín og minnar fjölskyldu hafa tekið þvílíkum stakkaskiptum eftir að við komumst í fyrsta lagi í góðan og aðgengilegan garð við húsið, en ekki síður í þessa perlu sem Sörlaskjól er. Ægissíðan? Ha! ég hlæ. Ha ha ha ha! (svona óperuhlátur svipað og Il Pagliacci, alls óháð efninu þó :-)
En Sörlaskjól er nefnilega í fyrsta lagi ekki við hraðbraut, í öðru lagi er ekki hálfur bærinn á línuskautum þar og svo er skjól við Sörlaskjól!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

The warriors þetta er frábært. Takk Fjalar guði sé lof fyrir allann þann tíma sem þú virðist hafa til að vafra um netið.

1:33 f.h.  
Blogger Fjalar said...

Til þess að verjast þeirri nafnbót að vera netflysjungur (maður sem gerir ekkert nema að vafra um netið) þá tek ég það fram að með Google vini mínum tók það mig nákvæmlega 20 sekúndur að finna vefslóðina á Warriors síðuna og líma mynd með link inn í bloggið mitt. En njóttu vel frændi.

11:56 f.h.  
Blogger Fjalar said...

Leitin var "Warriors movie"

11:57 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home