þriðjudagur, júlí 05, 2005

Jákvæðni

Til að auka jákvæðni mína í daglegu lífi hef ég tekið tímamótaákvörðun.
Ég er hættur að lesa DV og hef ekki gert það í þessari viku.
Blaðið kemur daglega inn á minn vinnustað og áttaði mig á því um daginn að ferlið er alltaf það sama. Ég les blaðið - og tuða svo misjafnlega mikið það sem eftir er dagsins um efnistök, mannvonsku og meinfýsnina sem einkennir blaðið. Þetta var mikil neikvæðni sem hlóðst upp í mér, og satt að segja hef ég enga þörf fyrir það.

En það er sem sagt að baki, því ég les ekki DV.
Og ég ætla heldur ekki að lesa Hér og nú.

Og ef ég held áfram á þessari braut jákvæðninnar þá endar það með því að ég breytist i Völu Matt. Fjala Matt?

1 Comments:

Blogger Örn Úlfar said...

Þetta er náttúrlega bara ritskoðun hjá þér. Eða....reyndar....hitt þó heldur......uhumm..

10:31 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home