þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Bláeygir miðlar

65 milljónir manna lásu fréttatilkynningu!
Þetta var fyrirsögnin yfir þvera forsíðu viðskiptablaðs Morgunblaðsins í síðustu viku.
Þar segir KOM (Kynning og markaður) að fréttatilkynningin þeirra um nýtt lottókerfi Íslenskrar getspár hafi verið lesin af 65 milljón manns á þremur dögum.
Þetta stakk mig á svo margan hátt og vegu - að ég neyddist til að númera tilfinningar mínar í garð þessarar fréttatilkynningar.

1. Hvers vegna vill nokkur PR maður að 65 milljónir Bandaríkjamanna lesi upplýsingar um lottókerfi sem á erindi við u.þ.b. 2000 fagmenn um víða veröld? Allt í lagi, verum rausnarleg - segjum 10.000 fagmenn um víða veröld?. Athugið að hér er ekki verið að tala við almennan lottóspilara - heldur þá sem eiga og reka lottó og þá sem sjá um að setja upp kerfi til lottó- og getraunaspilunar.
2. 65 milljónir manna er gríðarlega há tala. Vinsælasti þáttur Bandaríkjanna, Desperate Housewives, státaði af 21 milljón áhorfenda. Er lottókerfið þrefalt meira spennandi en konurnar við Wisteria Lane? 62,5 milljónir horfðu á úrslitaeinvígi bandarísku forsetakosninganna í sjónvarpi. Fleiri virðast hafa áhuga á lottókerfinu.
3. Af þessum 65 milljónum voru 50 milljónir sem lásu þessa frétt á Yahoo Finance. Það vefsvæði er vinsælasta viðskiptafréttasvæði Bandaríkjanna. Þangað koma heilar tíu milljónir manna í hverjum mánuði. Hvernig var hægt að kreista 50 milljónir manna út úr 10 milljón manns og það á aðeins þreumur dögum?
4. Gæti það verið að PR maður og amk. tveir blaðamenn séu ekki enn búnir að skilja muninn á því sem kallast "hit" og því sem kallast "unique visitor"? Ef þú ferð inn á forsíður mbl.is sem er amk. með 1 textaskrá, 20 gif myndir og 5 jpg myndir þá ertu strax kominn með 26 hit þegar forsíðan hefur opnast. Ef þú ferð á Moggann 2-3 á dag, smellir þar hingað og þangað í hvert skipti þá telst það sem 100 eða 1000 hit á dag.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sá þetta einmitt og kveinkaði mér ógurlega.
Bláeygir? Er það ekki óþarfa nærgætni? Hvað er að góðri gamaldags heimsku?

Þetta rímar ekkert illa við innlegg mitt á eigin bloggi í dag.

2:48 e.h.  
Blogger Örn Úlfar said...

Hvað er að ykkur. Þetta stóð í Mogganum og þá hlýtur þetta að vera rétt.

11:58 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er dæmi um algeran skort á gagnrýnni hugsun. KPJ

3:06 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er dæmi um algeran skort á gagnrýnni hugsun. KPJ

3:07 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home