Áfram KR?
Ég hef búið í Vesturbæ í mörg ár og er að ala þar upp börn. Ég sé það alveg fyrir mér að ég sendi börnin mín í fótbolta þegar fram líða stundir og þá er eðlilegast að staðurinn ráði og Frostaskjól verði fyrir valinu. En ...ég hika.
Ég hika vegna þess að andrúmsloftið í kringum liðið er með þeim hætti að ég er ekkert viss um að mig langi til að mín börn gangi inn í það.
Ég hika vegna þess að rembingurinn hefur verið svo mikill, úthaldsleysið svo algjört að þjálfarar eru reknir á miðju sumri, hvað eftir annað.
Leikmenn hafa komið og farið, þjálfarar hafa komið og farið og áhorfendur hafa verið með eða á móti. En samt hefur alltaf komið reglulega upp þessi staða, árangur er ekki nægur og þjálfaranum eða leikmönnunum er kennt um.
Eini fastinn í Frostaskjóli hefur verið stjórn félagsins sem er ábyrg fyrir að skapa þá umgjörð um starfsemina að þar þrífist blómlegt og skemmtilegt íþróttastarf. Hefur það tekist? Sem áhugamanni og utan frá séð sýnist mér ekki. Það er einhver knattspyrnuleg fyrirtíðaspenna í loftinu sem veldur því að það sem vantar fyrst og fremst er að hafa gaman af þessu.
Ég hika vegna þess að andrúmsloftið í kringum liðið er með þeim hætti að ég er ekkert viss um að mig langi til að mín börn gangi inn í það.
Ég hika vegna þess að rembingurinn hefur verið svo mikill, úthaldsleysið svo algjört að þjálfarar eru reknir á miðju sumri, hvað eftir annað.
Leikmenn hafa komið og farið, þjálfarar hafa komið og farið og áhorfendur hafa verið með eða á móti. En samt hefur alltaf komið reglulega upp þessi staða, árangur er ekki nægur og þjálfaranum eða leikmönnunum er kennt um.
Eini fastinn í Frostaskjóli hefur verið stjórn félagsins sem er ábyrg fyrir að skapa þá umgjörð um starfsemina að þar þrífist blómlegt og skemmtilegt íþróttastarf. Hefur það tekist? Sem áhugamanni og utan frá séð sýnist mér ekki. Það er einhver knattspyrnuleg fyrirtíðaspenna í loftinu sem veldur því að það sem vantar fyrst og fremst er að hafa gaman af þessu.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home