föstudagur, október 28, 2005

Að tala skýrt og ákveðið

„Það sem kemur í ljós í þessu máli verður tekið til athugunar. Við munum grípa til nauðsynlegra aðgerða til að koma í veg fyrir hryðjuverk í Danörku. Við höfum þegar styrkt lögregluna og við munum ekki hika við að grípa til annarra ráða," segir Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra.

Lesum þetta fyrsta aftur: "Það sem kemur í ljós í þessu máli verður tekið til athugunar".

Það er sko Dönum líkt að vera ekki með nein vettlingatök.
Svei mér ef þeir stofna ekki hreinlega nefnd! Þá mega nú terroristarnir fara að vara sig.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home