miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Klám með kvöldmatnum

Það bregst ekki að í hvert skipti sem Stöð 2 eða sjónvarpið birta fréttir um hneykslanlegt klám eða súludans þá nota þeir tækifærið og sýna eins mikið af klámi og súludansi og þeir mögulega geta.
Fróði gefur út klámblaðið B&B, pakkar því inn í ógagnsætt plast og selur það þeim sem eru eldri en 18 ára.
Fréttamaður 365 miðla hefur hins vegar fyrir því að sækja blaðið, rífa utan af því og bera sem flestar svæsnar myndir beint inn á heimili landsins þar sem fjölskyldur sitja í sakleysi sínu við kvöldverðarborðið. Það skiptir engu í þessu samhengi hvort svertir hafi verið litlir blettir á myndunum eða að "varað" hafi verið við klámfengnum myndum í fréttinni. Þetta er "titillation" í sinni verstu mynd, það er verið að gæla við klámhvatir manna, og það er engin hindrun, ekkert verslunarborð sem standa þarf við, ekkert plast sem rífa þarf utan af, engin ákvörðun sem neinn þarf að taka um það að kaupa eða nálgast klám. Frétttastofa Stöðvar 2 dreifði klámi til fleiri einstaklinga með þessari einu frétt heldur en Bleikt og blátt gerir með einum árgangi.
Þegar það bætist síðan við að sama fyrirtæki dreifir síðan klámi í gegnum Digital Ísland þá verður málið enn hallærislegra fyrir vikið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home