fimmtudagur, janúar 19, 2006

Ertu ekki hress? Rosalega ertu brúnn!

Sylvía Nótt átti að vera paródísk sýn á heimska, sjálfsupptekna og íslenska Paris Hilton týpu. Það er ekki markaður fyrir Sylvíu það lengur því raunveruleikinn hefur reykspólað fram úr eftirhermunni. Raunveruleikinn heitir Brynja Björk og þátturinn er Partý 101. Setningar sem munu lifa með þjóðinni úr þessari seríu eru á þessa leið: Nei, hæ! Ertu ekki hress? Rosalega ertu brúnn! Upphrópunarmerkin eru ekki stílbragð af minni hálfu heldur eru allar setningar í þættinum sagðar með augljósu upphrópunarmerki. Og það er eitt með mál með upphrópunarmerki, þau virka bara í aðra áttina, þau heyrast bara en hlusta ekki, enda var blessuð kindin ekkert að hafa fyrir því að hlusta á svörin heldur jarmaði bara spurningarnar sínar um leið og hún japlaði á tyggjóinu.
Þátturinn er ömurlegur og mun án efa lifa góðu lífi á hnakkastöðinni Sirkus og það kæmi mér ekki á óvart þótt íslenskur druslugangur geti orðið að útflutningsvöru með þessum hætti.

Fleiri fleygar setningar úr menningarþættinum Party 101:
BB: Krúið er mætt!
BB: Eruð þið ekki í hrikalega góðri stemmningu!
BB: Ertu í góðu skapi!

BB: Hvað segir kallinn!
Viðmælandi: Heyrðu, erum við ekki hress eða hvað?
BB: Geðveikt hress!

BB: Hvar fáið allt þetta fokking fallega fólk sem er hérna inni!
Viðmælandi: Það er bara fallegt fólk hérna, við erum líka að gefa helling af Bavaría bjór, og við erum að gefa helling af vinningum og (tekur upp símann) og það er verið að hringja í mig (svarar í símann)...Halló!
BB: Það er allt að gerast!
BB: Oh mæ god, Hallgrímur er aldrei svona geðveikt bissí að hann getur ekki talað við uppáhaldsstelpuna sína...

BB: Djöfull ertu fokking tanned!
BB: Hvað segiði stelpur hvernig er kvöldið búið að vera!

BB: Hvað segiði gott strákar! Hvernig er kvöldið búið að vera!

3 Comments:

Blogger Smútn said...

Ég hef brugðist við hveykslun nokkurra og sagt þeim að Sylvía Nótt sé ekki til. Hins vegar sé til reglulega indæl stúlka sem heiti Ágústa og hún sé mjög fyndin. Getur verið að Ágústa hafi snýtt sér (verandi í gervi Sylvíu, og hafi verið svo djúpt í karakter að þessi stúlka hafi risið upp af hornum?

2:16 e.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Þetta er ótrúlegt he he, ég sá ekki þáttinn, en af lýsingum ykkar bræðra að dæma þá horfi ég á næsta þátt he he mjög fyndið að lesa þetta ; ) Er ekki hægt að nálgast Sirkus á netinu??

3:43 e.h.  
Blogger Fjalar said...

Þessi þáttur ásamt öðru hvítu rusli er á visir.is smellið á veftíví.

3:55 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home