sunnudagur, janúar 22, 2006

Leikmaður fæst gefins


Sóknarleikmaður í knattspyrnu selst mjög ódýrt, eða fæst hreinlega gefins, ef kaupandi nennir að sækja hann á heimilisfangið Anfield Road, Liverpool, UK.

Ath. einnig er inni í myndinni að borga nokkra upphæð með leikmanninum, en aðeins að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Skilyrðin eru þau að hann komi aldrei, endurtek, aldrei, nær knattspyrnuliðinu Liverpool FC en sem nemur 50 metrum og alls ekki í íþróttabúningi eða með knattspyrnuskó á fótum.

Nánari lýsing á leikmanni:
Hæð: 1,85
Þyngd: 75
Þjóðerni: Franskur
Gegnir nafninu Djibril Cisse en líklega aðeins utan vallar því innan vallar er hann daufdumbur, þe. bæði blindur og heyrnarlaus.

2 Comments:

Blogger Refsarinn said...

Fyrir næsta leik okkar manna ætti Rafa að gefa kallinn til góðgerðarmála. Hafa svona lítið uppboð á hliðarlínunni áður en flautað verður til leiks.

8:27 f.h.  
Blogger Smútn said...

Þetta er absúrd, ég var ekki búinn að skoða þetta áður en ég setti fram mínar athugasemdir. Tilviljun? Ég held ekki.

9:40 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home