mánudagur, janúar 23, 2006

Söngur og spilerí

Sú var tíðin að ungir tónlistarmenn sem léku í bílskúrum eða heima í herbergi máttu bíða eftir frægð og frama á árlegum Músíktilraunum í Tónabæ. Nú bjóða hinar víðu lendur hins alþjóðlega Internets skyndifrægð á rokk.is og innsendingar láta ekki á sér standa. Rakst þar á framlag frá ungum tónlistarmanni sem er að birta frumraun sína.
Innleggið ætti að skýra sig sjálft.
Drengurinn á annað innlegg þarna sem finnst með því að smella á nafnið hans í listanum inni á rokk.is
Undirritaður er ekki dómbær á gæði innleggsins, ég brosti amk út í annað, en sá bróðir minn sem helst hefur gefið sig að tónlist kvaðst hafa fengið flashback nokkurt við hlustun.

2 Comments:

Blogger BbulgroZ said...

Frábært lag og vandaður texti : ) á eftir að hlusta á hitt lagið sem er á síðunni.

11:27 f.h.  
Blogger Refsarinn said...

Falleg söngrödd og þú hefur greinilega ekki komið að kennslu í meðförum hljóðfæra :) þó mögulega hafi barnið fengið innblástur frá föður sínum við textasmíðar.

11:40 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home