fimmtudagur, febrúar 16, 2006

O-six O-six

Júnimánuður árið 2006 hefur alla burði til þess að verða hreint magnaður.
Heimsmeistarakeppnin er nær allan mánuðinn frá 9. júní og þann 12. kemur meistaru Waters til landsins.
Hér er síðan smá skjáborðsmunstur fyrir þá sem vilja láta sig dreyma dagdrauma í vinnunni um magnaðan bolta í allt að fimm tíma á dag.



Ef bossmann kvartar þá er eina svarið til hans þetta:
"Fuck all that we gotta get on with these!"

og svo heldur Waters áfram og hefur greinilega séð fyrir sjötta mánuð sjötta ársins.
cant stop lose job mind gone silicon
what bomb get away pay day make hay
break down need fix big six

Big six! Það er einmitt málið. Þetta er alveg rosaleg eitthvað kosmos svona...

ps. ef myndin er of lítil til að nota sem skjáborð þá má betla í mér og ég sendi 1024 útgáfuna sem ég útbjó.

2 Comments:

Blogger Fjalar said...

Innsláttarvillan "meistaru Waters" er gráupplögð til að lesast með japönskum framburði, þe eins og japanska orðið hoteru (hotel) - u-ið er stutt og laggott "u" en ekki ú.

1:39 f.h.  
Blogger BbulgroZ said...

Jess maður, hílíkur fjöldi af leikjum...djöfull þarf maður að vera duglegur að koma sér í mjúkinn hjá frúnni svo maður geti nú séð eitthvað af þessu, og keypt sér sýn, svo sér maður Waters og þá hefur hún frítt spil fyrir framan sjónvarpið, eitt kvöld, eftir miðleikinn þann daginn sem byrjar kl. 18

12:21 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home