föstudagur, febrúar 24, 2006

Sá skrifblindi á visir.is

Enn og aftur er þeim fatlaða hleypt á græjurnar hjá vefnum visir.is
Þetta er bara ekki forsvaranlegt.
Ég nenni ekki að telja villurnar enda varla hægt fyrir hlátri. Innsláttarvillurnar eru samt ekki aðal-vandamálið heldur þessi dásamlega fullkomni skortur á máltilfinningu og alger skortur á skilningi á innihaldinu.
Uppáhaldið mitt í þessari frétt er án efa: "Í brýnu sló á milli mannsins sem endaði með því..."

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta gefur manni vissulega ýmsar hugmyndir. Heiti því að þegar ég sný aftur í boltann, verða ýmsir "úrskruðaðir"!

3:05 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home