föstudagur, febrúar 24, 2006

Fjölmiðlar falla á rökfræðinni

Vefur mbl.is er enn og aftur með fyrirsögn sem er ekki í neinu samræmi við innihaldið. Og þetta er reyndar ekki bara skortur á samræmi heldur hrein og klár mótsögn.
Fréttin segir að hver og einn (þ.e. hvert stak í menginu allir) megi aðeins sækja um og fá eina lóð, ekki fleiri. Fyrirsögnin er hins vegar að tala um allt annað.Þetta minnir mig reyndar á þá sögulegu staðreynd að fyrir einhverjum árum þegar ég var orðinn fullorðinn og menntaður maður þá rann einn daginn upp fyrir mér ljós þegar ég var að böðlast í einhverri skemmtilegri rökfræðibók. Ljósið sem rann upp fyrir mér var reyndar nokkuð skært og merkilegt því ég var hvorki meira né minna en að átta mig á lærdómi margra ára úr barnaskóla. Helvítis mengin eyðulögðu næstum mína barnæsku, ekki vegna þess að ég gæti ekki fært þessi djöfuls stök og notað sam- og snið- og allt hitt kjaftæðið rétt. Ég hins vegar skildi ALDREI allan þennan tíma, hvern andsk. þessir helvítis hringir og stök áttu eiginlega að fyrirstilla. Ég gat ekki sett þetta í neitt skynsamlegt samhengi á þessum árum og það var sem sé ekki fyrr en mörgum, mörgum árum síðar, þegar ég las enska bók sem fjallaði m.a. um "sets" sem ég loksins skildi hvað var verið að reyna að kenna mér og í hvaða tilgangi.
Ef þeir hefðu aulast til að sleppa þessari tæpitungu og farið af alvöru og heilbrigðri skynsemi í málefni sjálft, þ.e. rökfræði þá hefði ég áreiðanlega lært miklu meira og átt miklu skemmtilegri æsku hvað þetta varðar.

3 Comments:

Blogger Refsarinn said...

je sjúr.

8:24 e.h.  
Blogger Fjalar said...

skil ekki alveg? je sjúr hvað þá helst? comment refsarans eru að verða æ undarlegri, var nokkuð að koma í ljós gömul asbestklæðning á Myllusetrinu?
En haltu endilega áfram að kommenta. Það virðast allir vera hættir að blogga, þannig að við skrifumst bara á hérna til að halda einhverju lifandi.

9:51 e.h.  
Blogger Refsarinn said...

Je sjúr aukin lífhamingja ef þú hefðir bara náð þessu með mengin kæri Fjalar það er svo markt.

3:40 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home