mánudagur, júlí 04, 2005

Global Warming var bara lygi

Global warming var bara lygi. Þeir áttu að vara okkur við Global Wetting.
Sautjándi dagur í rigningu í dag. Held þetta sé komið í sinnið á mér. En ég veit hvers vegna það rignir enn...

- - -

Lillebror átti afmæli á föstudaginn og Mindste bror var aldrei þessu vant á landinu.
Rétt áður en ég mæti á svæðið til að fullkomna The Sacred, But Much Too Scarce, Pentagon (sem sagt, systkinin fimm á sama stað á sama tíma) tekur ekki Ældre bror sig til og hverfur af staðnum!?!? Hva behar? Hvurt þó í? Og enginn veit enn hví hann hvarf.
Og þess vegna, vinir mínir, rignir enn og ekkert sést til sólar.

Þetta er allt honum Hörði að kenna.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Manns helsta skemmtun í lífinu er að koma af stað samsæriskenningum en heldur fer nú ljóminn af því þegar ekki þarf annað en að fara heim til að Gróurnar taki að gnúa hver aðra til slúðurs.
Uðð.. Puðð...

2:54 e.h.  
Blogger Fjalar said...

Veðurguðirnir standa með mér. Og ég stend við frétt mína. Og Eiríkur stendur við kamarinn og eys. Og eys.

2:59 e.h.  
Blogger Fjalar said...

En þegar Gróur eru gnúðar, heyrist þá sladdhljóð líkt og þegar krabbar ganga á hlið?

2:59 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home