þriðjudagur, júlí 11, 2006

Sýn - að minnsta kosti næstbesta sætið

Ég hef lengi ætlað að bæta við þennan síðasta póst, þótt ég hyggist ekki taka upp blogg að nýju í stórum stíl. En staðreyndin er sem sagt sú að Sýn reyndist ekki vera versta sætið eftir allt saman. Ég hafðu áhyggjur af tvennu, breiðtjaldsútsendingu annars vegar og möguleikanum á HD (háskerpu) hinsvegar. HD var einfaldlega of fjarlægur draumur og ekki í skotfæri í þetta skipti.
Rás 18 á Sýn bjargaði mannorði þeirra algerlega, þar var hægt að sjá fulla breidd á útsendingunni. Munurinn var hreint ótrúlegur. Takk fyrir það - já og takk fyrir keppnina.