mánudagur, september 18, 2006

Systir þess skrifblinda á Vísi

Sá skrifblindi á Vísi hefur skemmt mér vel undanfarin misseri. Það hefur minna borið á honum að undanförnu en góðu fréttirnir eru hinsvegar þær að systir hans virðist byrjuð að vinna á mbl.is/
Hún er ekki skrifblind, en hana skortir illa skammtímaminni, það illilega að þegar kemur fram í miðja frétt er hún eiginlega búin að gleyma því um hvað fréttin snerist upphaflega. Einnig er áberandi að hún kynnir fólk ekkert sérstaklega til sögunnar heldur hrynji í hausinn á manni gælunöfn í miðri frétt sem lesandinn þekkir hvorki haus né sporð á.
Hér er eitt lítið sætt dæmi.

mánudagur, september 11, 2006

Ekkert blogg?

Jónas Jónasson: (Með djúpri og yfirvegaðri flauelsröddu) "Nú er konan farin frá þér, þú hefur misst sjónina á öðru auga, varst lýstur gjaldþrota í gær og útlit fyrir að fjarlægja þurfi af þér bæði eistun. (dramatísk þögn fyllir útvarpstækið) . . . ertu sáttur?"

Ég held sum sé að það sé einföld ástæða fyrir óheyrilegri bloggleti minni - almenn ánægja með lífið og tilveruna. Þrátt fyrir alla meinfýsni sem úr sér vaxnir kópavogsvesturbæingar, af keflvískum ættum, reyna að hella yfir mig, þá sit ég bara eins og búddamunkur, eða fimmtugur poppari í bleikri skyrtu, og svara með hálfvitaglotti: Sáttur!