þriðjudagur, júlí 05, 2005

Málfarsinn

Jákvæðni

Til að auka jákvæðni mína í daglegu lífi hef ég tekið tímamótaákvörðun.
Ég er hættur að lesa DV og hef ekki gert það í þessari viku.
Blaðið kemur daglega inn á minn vinnustað og áttaði mig á því um daginn að ferlið er alltaf það sama. Ég les blaðið - og tuða svo misjafnlega mikið það sem eftir er dagsins um efnistök, mannvonsku og meinfýsnina sem einkennir blaðið. Þetta var mikil neikvæðni sem hlóðst upp í mér, og satt að segja hef ég enga þörf fyrir það.

En það er sem sagt að baki, því ég les ekki DV.
Og ég ætla heldur ekki að lesa Hér og nú.

Og ef ég held áfram á þessari braut jákvæðninnar þá endar það með því að ég breytist i Völu Matt. Fjala Matt?

Ísland ánetjast - Stöð 2 segir tónlistarfréttir

Frétt Stöðvar 2 um fíkniefni og alþjóðlega glæpastarfsemi var furðulegt fyrirbæri. Þetta var eins og lélegur fréttaskýringaþáttur frá ABC þar sem tónlistin var aðalmálið, uppsetningin, frasarnir og "tísið" voru í aðalhlutverki, innihaldið mátti segja í örfáum setningum.
Hvert var innihaldið?
1. Alþjóðleg glæpasamtök reyna að smygla fíkniefnum hingað.
2. Lífsmunstur, íbúasamsetning og neysla hefur breyst á Íslandi undanfarið.
3. 80% gesta á skemmtistöðum eru í dópinu.
4. Heimildamenn í fíkniefnaheiminum vilja endilega tjá sig, bara ekki undir nafni.
5. Jói Ben í Keflavík og RLS gera ekki minna úr vandanum en efni standa til.

Og þetta var svo teygt upp 5 mínútur með 30 bútum af hasartónlist úr Amazing Police Videos, nokkrum standöppum umsjónarmannsins og extreme zoom myndatökum af byggingum með njóla í forgrunni og hallandi vinkli.

Æ, æ, var virkilega ekki hægt að kafa dýpra? Og hvað er að marka heimildamann sem segir 80% skemmtistaðagesta vera í dópinu?
Það versta er að flestir sem horfa á þetta halda að þetta hafi verið fréttaskýring og jafnvel ítarleg fréttaskýring, en ekki yfirborðskenndur hasar án innihalds.

Titillinn segir auðvitað allt: "Ísland ánetjast!"
US at War! Komm on...

mánudagur, júlí 04, 2005

Global Warming var bara lygi

Global warming var bara lygi. Þeir áttu að vara okkur við Global Wetting.
Sautjándi dagur í rigningu í dag. Held þetta sé komið í sinnið á mér. En ég veit hvers vegna það rignir enn...

- - -

Lillebror átti afmæli á föstudaginn og Mindste bror var aldrei þessu vant á landinu.
Rétt áður en ég mæti á svæðið til að fullkomna The Sacred, But Much Too Scarce, Pentagon (sem sagt, systkinin fimm á sama stað á sama tíma) tekur ekki Ældre bror sig til og hverfur af staðnum!?!? Hva behar? Hvurt þó í? Og enginn veit enn hví hann hvarf.
Og þess vegna, vinir mínir, rignir enn og ekkert sést til sólar.

Þetta er allt honum Hörði að kenna.