Bloggleysi
Hef komist að þeirri niðurstöðu að ég mun tapa bloggstríðinu vegna þess að það gerist aldrei neitt hjá mér sem vert er að blogga um. Síðan ég bloggaði síðast að einhverju ráði hefur nefnilega ósköp lítið á daga mína drifið, ég skrapp til Bangkok en komst út rétt áður en stjórnarbyltingin var gerð, fór til Englands að taka upp auglýsingu, fór í skemmtiferð til Köben, át kengúru og krókódíl á Reef'nBeef, og lenti á Akureyri á leiðinni til baka við blá blikkljós slökkviliðsins vegna reyks í farþegarými, ég sagði upp vinnu síðustu þriggja ára um daginn og er búinn að stofna nýtt fyrirtæki í almannatengslum, fór á Sykurmolatónleika í boði trommarans og skemmti mér vel, tengdi gólfhita og ofn á baðinu um daginn og er búinn að rífa allt innan úr kjallaraherbergi til að gera þar almennilegt baðherbergi.
En þetta eru auðvitað engin tíðindi í samanburði við herraklippingar, nýjar myndavélar og snjókomu. Slíkur nútíma og ofurhraða lífsstíll er bara ekki fyrir mig og ég játa mig því sigraðan fyrirfram í bloggstríðinu.
En þetta eru auðvitað engin tíðindi í samanburði við herraklippingar, nýjar myndavélar og snjókomu. Slíkur nútíma og ofurhraða lífsstíll er bara ekki fyrir mig og ég játa mig því sigraðan fyrirfram í bloggstríðinu.