þriðjudagur, mars 28, 2006

"Suki, go and fetch the water."

Hafi enginn tekið eftir því þá játa ég það fúslega á mig að ég nenni ekki að blogga um þessar mundir. Mér finnst einhvern veginn allt annað vera meira spennandi í augnablikinu og það er einfaldlega ekkert sem er að naga mig neitt sérstaklega. Kannski er ég bara orðinn svona þroskaður í seinni tíð hver veit.
En ég sá samt þennan


á sviði í London um daginn og það var svei mér gaman.

laugardagur, mars 04, 2006

Langflottust

Hef ekki fleiri orð um það. Sinn fugl auðvitað og allt það.

miðvikudagur, mars 01, 2006

Þjófræði

Rakst á þetta orð "þjófræði" í pistli hjá Agli Helgasyni.
Kannski var of stutt síðan ég vaknaði og sellurnar ekki komnar á fullan vinnusnúning, amk. hringlaði ég fram og til baka með merkinguna.

Ég skipti nefnilega orðinu "þjó-fræði", sem á ensku væri líklega nefnt assology.
Hefði betur skipt því svona: þjóf-ræði

Er ekki kominn tími til að safna?
ístru-flanir
blása-klaus

(og jú, vissulega Hörður, járnsa-garblað fær að vera með.)