mánudagur, október 31, 2005

Brennivín í vatni?

Það er ekkert gaman að þamba viskýið óblandað, en þarf virkilega að setja lög um að krárnar bjóði vatn? Kannski vegna þess að þetta er stjórnarkráin.

Vondir Framsóknarmenn

Lengi hefur mig grunað að Framsóknarmenn væru vondir menn, en ekki grunaði mig að þeir væri svona andstyggilegir.

föstudagur, október 28, 2005

Að tala skýrt og ákveðið

„Það sem kemur í ljós í þessu máli verður tekið til athugunar. Við munum grípa til nauðsynlegra aðgerða til að koma í veg fyrir hryðjuverk í Danörku. Við höfum þegar styrkt lögregluna og við munum ekki hika við að grípa til annarra ráða," segir Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra.

Lesum þetta fyrsta aftur: "Það sem kemur í ljós í þessu máli verður tekið til athugunar".

Það er sko Dönum líkt að vera ekki með nein vettlingatök.
Svei mér ef þeir stofna ekki hreinlega nefnd! Þá mega nú terroristarnir fara að vara sig.

fimmtudagur, október 27, 2005

"I quickly try to decide..."

Sigurvegarinn er fundinn! Leitið ekki lengra. Jafn verstu textar dægurlagasögunnar eru fundnir og þeir eru hjá iðnaðarpoppurunum í Chicago. Ef einhver veit um verri texta að jafnaði hjá einni sveit sem komist hefur út úr bílskúrnum þá látið mig endilega vita.
En ég legg fyrir réttinn eftirfarandi sönnunargögn máli mínu til stuðnings.


Does Anybody Really Know What Time It Is?

As I was walking down the street one day
A man came up to me and asked me what the time was that was
on my watch, yeah
And I said
Does anybody really know what time it is
I don't
Does anybody really care
care
If so I can't imagine why
about time
We've all got time enough to cry
Oh no, no


Beginnings
When I kiss you, I feel a thousand different feelings.
I'm covered with chills all over my body.
And while I feel them, I quickly try to decide which one
I should try to put into words, oh no,
Try to put into words.
Mostly I'm silent.

miðvikudagur, október 26, 2005

Væm vikunnar

Væmni er eins og vanillubragð. Örlítill vottur getur verið alveg mátulegur - smá "hint" sem vottar fyrir í bakgrunninum og veitir ljúfa tilfinningu.
En þegar skammturinn er orðinn stærri en matskeið, hvað þá risastór ausa af vanillu þá fer ógleðin að gera vart við sig og gervibragðið finnst í gegn.

Hér er t.d. væmnasti biti úr dægurlagi sem ég man eftir í augnablikinu.

"And sometimes when we touch
The honesty's too much
And I have to close my eyes and hide
I wanna hold you til I die
Til we both break down and cry
I wanna hold you till the fear in me subsides"

Þessi maður er með snertifælni á háu stigi! Sjáið þið ekki fyrir ykkur miðaldra hjón í Austurbænum sem snertast lítið eitt, hrynja síðan niður í einlægni, hann með lokuð augun og ríghaldandi um konuna og svo brotna þau bæði niður og fara að hágráta! Not a pretty sight, I can tell you!

Vanillueinkunn: 5 matskeiðar. Geri aðrir betur.

Mega-kvenna-klúður

Hef haldið vandlega kjafti um langa hríð um allt sem snýr af kvennafrídegi. Leysi nú frá skjóðunni og lælt vaða um eitt lítið - pínulítið atriði. Af þeim 50
þúsund konum sem gengu til hátíðahalda í miðbænum komsust 95% þeirra aldrei á fundinn.
Fjölmiðlar eru svo jákvæðir og góðir við konurnar að það þorir enginn að segja það hreint út - þetta var frábær hópur en hátíðin sjálf var algert klúður. Það er ekki hægt að klúðra þessu meira en þarna var gert. Að hafa ekki svissað yfir á Lækjartorg strax um morguninn þegar veðrið blasti við í allri sinni dýrð var aumingjaskapur og að bera við að það hefði verið svo mikið vesen að flytja sviðið er svo pitiful afsökun að það nær engri átt. En það þorir auðvitað enginn PC fjölmiðill að nefna eitthvað svona því það er bara eitt orð sem gildir um þennan málaflokk í miðlunum: Hallejúja.